English

Uppgjör viðskipta

Nasdaq verðbréfamiðstöð rekur viðurkennt uppgjörskerfi í samræmi við 3. gr. laga nr. 90/1999 um öryggi fyrirmæla í greiðslu- og verðbréfauppgjörskerfum. Kerfið telst kerfislega mikilvægt þar sem það er undirstöðukerfi fyrir verðbréfaviðskipti á Íslandi.

 

Fyrirkomulag verðbréfauppgjörs á Íslandi er með þeim hætti að greiðslur færast á milli reikninga uppgjörsbanka í stórgreiðslukerfi Seðlabanka Íslands og verðbréfahlutinn á milli verðbréfareikninga í verðbréfamiðstöðinni (BIS model 2).

Seðlabankinn og verðbréfamiðstöðin hafa gert samning um verklag vegna uppgjörsins. Tryggt er að peninga– og verðbréfafærslur eiga sér stað samtímis. Þannig er áhætta í verðbréfauppgjöri lágmörkuð.

 

Nasdaq verðbréfamiðstöð hf. starfar eftir tilmælum Seðlabanka Evrópu (ECB) og Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunarinnar (ESMA) um öryggi verðbréfauppgjörs og með hliðsjón af reglum Alþjóða greiðslubankans (BIS) og tilmælum Fjármálaeftirlitsins er varða öryggi í rekstri upplýsingakerfa.