English

Um okkur

Nasdaq verðbréfamiðstöð hf. var stofnuð 1997 af markaðsaðilum til að gefa út og skrá rafrænt verðbréf á íslenskum verðbréfamarkaði. 


Félagið starfar samkvæmt lögum nr. 131/1997 en starfsleyfi frá Viðskiptaráðuneytinu fékkst 9. júní árið 2000 og starfsemi hófst 14. júní 2000. Þann 6. júní 2002 var Eignarhaldsfélagið Verðbréfaþing hf. stofnað um rekstur Kauphallar Íslands hf. og Verðbréfaskráningar Íslands hf. Þann 1. desember 2006 var gengið frá kaupum OMX á Eignarhaldsfélaginu Verðbréfaþingi hf.  Frá febrúar 2008 hefur fyrirtækið verið í eigu Nasdaq Inc. sem er bandarískt félag sem á m.a. og rekur NASDAQ kauphallir á 26 mörkuðum, tvær verðbréfamiðstöðvar og eitt uppgjörshús (Nasdaq Clearing).

Höfðustöðvar fyrirtækisins eru í New York.  Frekari upplýsingar er að finna á www.nasdaq.com.

 

Hlutverk Nasdaq verðbréfamiðstöðvar hf. 

 

•  Miðlæg skráning rafrænna verðbréfa fyrir útgefendur á íslenskum markaði. 

 

•  Miðlæg varsla og uppgjör rafrænna verðbréfa  fyrir reikningsstofnanir.

 

•  Þjónusta við útgefendur rafrænna verðbréfa varðandi hluthafaskrár, afborganir og fyrirtækjaaðgerðir.

 

•  Að reka hagkvæmt, skilvirkt og öruggt verðbréfauppgjörskerfi í samræmi við lög og reglur, bestu markaðsvenju og viðurkennda alþjóðlega staðla.

 

•  Umsjón með starfsemi markaðshópa sem einbeita sér að þróun og virkni verðbréfauppgjörs og stöðlun vinnubragða í umsýslu verðbréfa.

 

•  Að vera National Numbering Agency og sjá um úthlutun ISIN auðkenna fyrir íslensk verðbréf.