English

Nýr framkvæmdastjóri

5.1.2018

Magnús Kristinn Ásgeirsson, lögfræðingur hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Nasdaq verðbréfamiðstöðvar.Tekur hann formlega við starfinu nú í febrúar af Guðrúnu Ó. Blöndal, sem gegnt hefur starfinu undanfarin fjögur ár en lætur nú af störfum að eigin ósk.

Magnús hlaut Mag Jur. gráðu frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2009. Hann hefur starfað hjá Nasdaq síðan 2007; sem lögfræðingur á eftirlitssviði Nasdaq á Íslandi (Kauphöllinni) 2008-2009, hjá viðskiptaeftirliti Nasdaq í Stokkhólmi 2009-2010 og síðan aftur hjá Kauphöllinni sem yfirlögfræðingur hennar frá árinu 2011. Magnús tók þá einnig við stöðu yfirlögfræðings allrar starfsemi Nasdaq á Íslandi sem telur Kauphöllina og Nasdaq verðbréfamiðstöð, seint á árinu 2013 og hefur gegnt þeirri stöðu fram að þessu.