English

Fyrirkomulag á uppgjöri viðskipta vegna kerfisskipta Nasdaq Verðbréfamiðstöðvar

7.5.2020

Nasdaq verðbréfamiðstöð (NVM) áætlar að taka í notkun nýtt verðbréfauppgjörskerfi mánudaginn 25. maí 2020. Vegna gangsetningar á nýja kerfinu hefur verið ákveðið, í samráði við viðskiptavini og Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands, að viðskipti með verðbréf verði ekki gerð upp þennan dag. Mánudagurinn 25. maí er þannig skilgreindur sem „dagur án uppgjörs“ (e. non-settlement day). Með lokuninni er dregið úr líkum á að hnökrar verði á uppgjöri við kerfisskiptin og kerfisáhætta lágmörkuð.  Viðskipti sem framkvæmd eru þriðjudaginn 19. maí verða gerð upp í einu uppgjöri fyrir hádegi föstudaginn 22. maí. Kerfi Nasdaq verðbréfamiðstöðvar mun loka eftir hádegi 22. maí til að hefja gagnaflutninga í nýtt kerfi.

Þar sem lokað verður fyrir uppgjör verðbréfaviðskipta þann 25. maí þá verða viðskipti sem framkvæmd eru á miðvikudeginum 20. maí 2020 gerð upp á þriðjudeginum 26. maí 2020 (í stað uppgjörs á mánudeginum 25. maí 2020 eins og annars hefði verið). Að sama skapi verða viðskipti framkvæmd á föstudeginum 22. maí 2020 gerð upp á miðvikudeginum 27. maí 2020 (í stað uppgjörs á þriðjudeginum 26. maí eins og annars hefði verið). Þessa tvo tilteknu daga verður því uppgjör með T+3 fyrirkomulagi með tilheyrandi áhrifum meðal annars á útreikning áfallinna vaxta og verðbóta fyrir uppgjörsverð.

Uppgjörsdagar viðskipta sem framkvæmd eru aðra daga verða með venjubundnum hætti (T+2).

Sjá frekari útskýringu í meðfylgjandi töflu:

Go-live tafla

Fyrir nánari upplýsingar: sími: 540-5500 og netfang: csd.iceland@nasdaq.com.