English

Breytt tímasetning vegna kerfisskipta Nasdaq verðbréfamiðstöðvar

15.5.2020

Í samráði við viðskiptavini Nasdaq verðbréfamiðstöðvar hefur verið ákveðið að framlengja prófanatímabil vegna innleiðingar á nýju verðbréfauppgjörskerfi sem áætlað var að tekið yrði í notkun 25. maí 2020. Framlenging prófanatímabils hefur áhrif á áður fyrirhugaða dagsetningu vegna kerfisskiptanna. Ákveðið hefur verið að miða nú við 15. júní nk. fyrir gangsetningu á nýju kerfi en dagsetningin verður endanlega staðfest eigi síðar en 2. júní nk.

Sérstök athygli er vakin á því að ekki verður lokað fyrir uppgjör þann 25. maí 2020, líkt og áður hafði verið tilkynnt um og verður framkvæmd uppgjörs þann dag því með hefðbundnu móti. Tilkynnt verður um fyrirkomulag á uppgjöri viðskipta vegna kerfisskiptanna á allra næstu dögum.

Fyrir nánari upplýsingar: sími: 540-5500 og netfang: csd.iceland@nasdaq.com.