English

Skuldabréf

 

Útgefandi skuldabréfa gerir samning við Nasdaq verðbréfamiðstöð hf. um útgáfu rafrænna skuldabréfa. 

Útgáfusamningi skal skila inn á eyðublaði Nasdaq verðbréfamiðstöðvar sem finna má hér til vinstri.

 

Útgáfulýsingu og skilmálum útgáfunnar skal skila til Nasdaq verðbréfamiðstöðvar fyrir útgáfu skuldabréfanna.  Aðili að Nasdaq verðbréfamiðstöð staðfestir útgáfulýsingu með undirritun sinni.  Eyðublöð má finna hér til vinstri.  Útgefanda er heimilt að skila inn eigin útgáfulýsingu að því skilyrði að hún innihaldi allar upplýsingar sem koma fram í eyðublaði Nasdaq verðbréfamiðstöðvar.

 

Beiðni um hækkun og lækkun skuldabréfaútgáfu skal senda til Nasdaq verðbréfamiðstöðvar á netfangið ncsdi_help@nasdaq.com.  Sjá viðeigandi eyðublöð hér til vinstri.