English
<<<mars 2020>>>
2425262728291
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
303112345

mánudagur 30 mar. 2020

Tilkynningar

26.3.2020

Viðbrögð við COVID-19 - Tímabundin lokun skrifstofu

Kæri viðskiptavinur,

Nasdaq verðbréfamiðstöð hefur ákveðið að loka skrifstofu sinni tímabundið. Lokunin er hluti af viðbrögðum Nasdaq verðbréfamiðstöðvar vegna COVID-19 faraldursins. Okkur er umhugað um heilsu og öryggi starfsfólks, viðskiptavina og samstarfsaðila sem og að leggja okkar af mörkum við að hefta útbreiðslu COVID-19. Allir starfsmenn verðbréfamiðstöðvarinnar vinna nú að heiman og er starfsemi verðbréfamiðstöðvarinnar með eðlilegum hætti. Hafa má samband við starfsfólk verðbréfamiðstöðvarinnar í farsíma og með tölvupósti.

Farsíma- og netfangaskrá verðbréfamiðstöðvarinnar er hjálögð.

Einnig viljum vekja athygli ykkar á sameiginlegri yfirlýsingu frá verðbréfamiðstöðvum Nasdaq varðandi starfsemina á Íslandi og í Eystrasaltsríkjum sem er aðgengileg í viðhengi.

 

Sendum ykkur kærar kveðjur á þessum óvenjulegu tímum.

Starfsfólk Nasdaq verðbréfamiðstöðvar.

23.12.2019

Hátíðarkveðjur

Jólakveðja

23.12.2019

Fréttabréf Nasdaq verðbréfamiðstöðvar

Fréttir

Verkefnið okkar hjá Nasdaq verðbréfamiðstöð er að nýta öll möguleg tækifæri til að mæta þörfum viðskiptavina okkar og þróa þjónustuframboðið í þeirra þágu. Því tilkynnum við með gleði að vel gengur að vinna að umbreytingum á innviðum okkar og við höldum okkar striki með að „fara í loftið“ með nýtt alþjóðlegt uppgjörskerfi í lok maí. Eins og sagt var frá í grein eftir Magnús Ásgeirsson, framkvæmdastjóra Nasdaq verðbréfamiðstöðvar, „Alþjóðleg verðbréfamiðstöð er framtíðin“ og í viðtali við hann („Ryðja úr vegi hindrunum fyrir verðbréfaviðskiptum“), þá munu þessar breytingar valda töluverðum straumhvörfum í umhverfi ykkar sem viðskiptavina, en við ætlum m.a. að leggja ríka áherslu á að íslensk fjármálafyrirtæki sem eru í  þjónustu við erlenda viðskiptavini fái stuðning og þjónustu á þeim stöðlum sem erlend fjármálafyrirtæki nota. Við munum einnig auka þjónustu okkar í tengslum við fyrirtækjaaðgerir, s.s. með milligöngu við afborgun vaxta, arðgreiðslur og upplýsingagjöf bæði til útgefenda og fjármálafyrirtækja. Auk þess munum við geta veitt ykkur aðgengi að alþjóðlegum vörsluaðilum vegna viðskipta með erlend verðbréf. Loks munu útgefendur verðbréfa geta gefið þau út í evrum og fjárfestar valið um hvort þeir gera upp bréfin sín í evrum eða íslenskum krónum. Þetta eru bara dæmi um þær breytingar sem verða ykkur og ykkar viðskiptavinum í hag.

 

Nýtt starfsleyfi á grundvelli CSDR


Frumvarp til laga um verðbréfamiðstöðvar, uppgjör og rafræna eignarskráningu fjármálagerninga (CSDR) var lagt fram á Alþingi þann 14. nóvember sl. Þó svo að ólíklegt sé að það gefist tími fyrir jól til að ljúka afgreiðslu frumvarpsins þá bindum við vonir við að meðferð þess ljúki fyrir Alþingi í byrjun árs 2020 og að gildistaka laganna verði snemma á nýju ári. Við sendum inn umsókn um framlengingu á núverandi  starfsleyfi Nasdaq CSD, móðurfélags verðbréfamiðstöðvarinnar, á grundvelli CSDR í byrjun október og var hún metin fullgild um miðjan nóvember. Þetta er ein af mikilvægum forsendum þess að við getum sameinast öflugri verðbréfamiðstöð Nasdaq CSD og getum þannig keppt um þjónustu og vöruframboð á alþjóðagrundvelli. Við munum geta tryggt ykkur bestu og nýstárlegustu þjónustu hverju sinni í þessum geira. Lesið grein eftir Árnínu Steinunni Kristjánsdóttur, yfirlögfræðing Nasdaq á Íslandi, sem skrifar um að séríslenskar reglur um starfsemi verðbréfamiðstöðva hér á landi séu til þess fallnar að skapa aðgangshindranir að markaðnum. Þess vegna verði að reyna að tryggja hámarkssamræmingu reglna við innleiðingu á nýrri reglugerð CSDR.

 

20 stærstu

 

Nasdaq verðbréfamiðstöð hefur hafið opinbera birtingu á upplýsingum um 20 stærstu eigendur skráðra fyrirtækja. Upplýsingarnar verða birtar opinberlega síðasta föstudag hvers mánaðar. Ákvörðunin var tekin um að birta slíkar upplýsingar aftur eftir að Persónuvernd hafði veitt jákvæða umsögn við álitamáli um hvort slík birting stæðist persónuverndarlög. Nasdaq verðbréfamiðstöð mun á næstunni upplýsa um fyrirkomulag vegna dreifingar á vikulegum upplýsingum um 20 stærstu.

30.9.2019

Breytingar á gjaldskrá Nasdaq verðbréfamiðstöðvar

Þann 1. janúar nk. mun taka gildi breyting á gjöldum vegna útgáfu hlutabréfa og hlutdeildarskírteina í gjaldskrá Nasdaq verðbréfamiðstöðvar, en gjaldið hefur verið óbreytt frá árinu 2002. Gjald vegna útgáfu hlutabréfa og hlutdeildarskírteina verður frá þeim tíma innheimt ársfjórðungslega og mun nema 75.000 kr. að viðbættum 0,0625 bp af markaðsvirði fyrir hvern ársfjórðung, en þó að hámarki 225.000 kr. Gjaldið verður innheimt að lok hvers ársfjórðungs.

 

Markmið og ætlun Nasdaq verðbréfamiðstöðvar er að bjóða viðskiptavinum ávallt upp á gæðaþjónustu og vörur, en framundan eru spennandi tímar í starfsemi okkar sem munu hafa víðtæk áhrif til hins betra fyrir alla viðskiptavini okkar.

 

Við þökkum kærlega fyrir viðskiptin og hlökkum til áframhaldandi samstarfs. Hafirðu spurningar um þjónustu okkar eða gjaldskrá, þá vinsamlegast hafðu samband við okkur á netfangið NCSDI_help@nasdaq.com

 

Breytingarnar eru merktar í gjaldskrárskjalinu sem er aðgengilegt hér.

9.9.2019

Áður óþekkt tækifæri á íslenskum verðbréfamarkaði

Í góðri samvinnu við viðskiptavini okkar höfum við undanfarið unnið að því að setja upp nýtt og fyrsta flokks uppgjörsumhverfi sem verður starfrækt með sama hætti og samkvæmt þeim stöðlum sem þekkjast í Evrópu. Þessum breytingum mun meðal annars fylgja ný og bætt þjónusta, svo sem:

  • Breytt og bætt uppgjör í íslenskum krónum á reikningum í nýju stórgreiðslukerfi Seðlabanka Íslands
  • Auðveldara verður fyrir erlenda fjárfesta að koma inn á íslenska markaðinn
  • Skráð fyrirtæki geta gefið út verðbréf í evrum
  • Fjárfestar geta gert upp íslensk verðbréf í evrum
  • Aukin þjónusta við útgefendur í tengslum við fyrirtækjaaðgeðir
  • Nýtt hluthafaupplýsingakerfi
  • Aukin þjónusta við verðbréfasjóði
  • Tengingar við erlendar verðbréfamiðstöðvar

 

Árið 2017 sameinaði Nasdaq starfsemi þriggja verðbréfamiðstöðva innan samstæðunnar. Tilgangur sameiningarinnar var meðal annars að mæta auknum kröfum í Evrópuregluverki varðandi rekstrarumgjörð verðbréfamiðstöðva, tenging við uppgjörskerfi Evrópska seðlabankans T2S og að auka þjónustu við viðskiptavini.

 

Á næsta ári er áætlað að Nasdaq verðbréfamiðstöð á Íslandi bætist í hópinn og sú reynsla og þekking sem byggst hefur upp í Nasdaq CSD mun nýtast okkur til að mæta auknum kröfum til verðbréfamiðstöðva og styðja útgefendur og þátttakendur í að veita sínum viðskiptavinum fyrsta flokks þjónustu.

 

Innleiðing á nýju verðbréfamiðstöðvakerfi leiðir af sér áður óþekkt tækifæri fyrir íslenskan verðbréfamarkað, en ein af hindrunum fyrir framþróun á verðbréfamarkaði eru úreld upplýsingatæknikerfi og séríslenskt verklag í verðbréfauppgjöri. Hvoru tveggja mun að mestu leyti heyra sögunni til. Framtíðarstefna Nasdaq CSD er að sækja í auknum mæli inn á evrópskan verðbréfamarkað og sameiningin tryggir að íslenski markaðurinn verði hluti af þeirri þróun og tækifærum sem það skapar. Þetta er því sannarlega ein stærsta innviðabreyting sem orðið hefur á íslenskum verðbréfamarkaði frá upphafi.

30.7.2019

Lækkun á vörsluþóknun í gjaldskrá Nasdaq verðbréfamiðstöðvar

Nasdaq verðbréfamiðstöð hf. hefur tekið ákvörðun um að lækka vörsluþóknun samkvæmt gjaldskrá úr 1,165bp í 1,104bp á ári. Lækkunin tekur gildi frá og með 26. júní og mun koma fram í þeim reikningum sem sendir verða til viðskiptavina fyrir júlímánuð.

 

Breytingarnar eru merktar í gjaldskrárskjalinu.

19.12.2018

Gleðilega hátíð

 

Starfsfólk Nasdaq verðbréfamiðstöðvar óskar viðskiptavinum sínum og samstarfsaðilum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum samstarfið á árinu sem er að líða.

 

Opnunartímar yfir hátíðirnar:

Mánudagur 24. desember, Aðfangadagur - lokað

Þriðjudagur 25. desember,  Jóladagur – lokað

Þriðjudagur 26. desember,  Annar í jólum – lokað

Mánudagur 31. desember, opið 9-12

Þriðjudagur 1. janúar, Nýársdagur - lokað

19.7.2018

Verkefnasíða

Nasdaq verðbréfamiðstöð hefur opnað verkefnasíðu fyrir aðila að verðbréfamiðstöðinni. 

5.1.2018

Nýr framkvæmdastjóri

Magnús Kristinn Ásgeirsson, lögfræðingur hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Nasdaq verðbréfamiðstöðvar.

21.12.2017

Gleðileg jól

Starfsfólk Nasdaq verðbréfamiðstöðvar óskar þér gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári og þakkar samstarfið á árinu sem er að líða.

 

Hafðu samband

Skrifstofa Nasdaq verðbréfamiðstöðvar er að Laugavegi 182, 5. hæð. 

Afgreiðslutími er virka daga frá 09:00 til 17:00.

Sími þjónustuvers er 5405515 og netfangið er NCSDI_help@nasdaq.com

Kerfi verðbréfamiðstöðvar eru opin virka daga frá 08:30 til 17:00.

 

Flýtileiðir