English
<<<ágúst 2020>>>
272829303112
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31123456

mánudagur 10 ágú. 2020

Tilkynningar

2.6.2020

Nýtt verðbréfamiðstöðvarkerfi innleitt 24. ágúst nk.

Í samráði við viðskiptavini Nasdaq CSD á Íslandi hefur verið ákveðið að framlengja áfram prófanatímabil vegna innleiðingar á nýju verðbréfauppgjörskerfi. Ákveðið hefur verið að gangsetning á nýju kerfi fari fram þann 24. ágúst nk.

 

Tilkynnt verður um fyrirkomulag á uppgjöri viðskipta vegna kerfisskiptanna á allra næstu dögum.

 

Fyrir nánari upplýsingar: sími: 540-5500 og netfang: csd.iceland@nasdaq.com.

25.5.2020

Nasdaq verðbréfamiðstöð sameinast Nasdaq CSD SE

 Sameining

25. maí, 2020 – Nasdaq (Nasdaq: NDAQ) tilkynnir að Nasdaq verðbréfamiðstöð hf. hefur í dag formlega sameinast Nasdaq CSD SE (Nasdaq CSD). Hið sameinaða félag, Nasdaq CSD, verður með starfsemi í Lettlandi, Eistlandi, Litháen og á Íslandi.

21.5.2020

Frestun á gildistöku nýrrar gjaldskrár og reglna Nasdaq CSD

Formlegur samruni Nasdaq CSD Iceland við Nasdaq CSD SE fer fram 25. maí nk. en ákveðið hefur verið í samvinnu við viðskiptavini að fresta innleiðingu á tæknilega hluta samrunans, nýju verðbréfamiðstöðvarkerfi. Núna er áætlað að innleiðing á nýju kerfi fari fram þann 24. ágúst nk. Af því leiðir að nýjar reglur Nasdaq CSD SE sem tilkynnt var um að tækju gildi þann 25. maí sem og ný gjaldskrá Nasdaq CSD munu ekki taka gildi fyrr en 24. ágúst, eða að lokinni innleiðingu tæknilega hluta samrunans.

15.5.2020

Breytt tímasetning vegna kerfisskipta Nasdaq verðbréfamiðstöðvar

Í samráði við viðskiptavini Nasdaq verðbréfamiðstöðvar hefur verið ákveðið að framlengja prófanatímabil vegna innleiðingar á nýju verðbréfauppgjörskerfi sem áætlað var að tekið yrði í notkun 25. maí 2020. Framlenging prófanatímabils hefur áhrif á áður fyrirhugaða dagsetningu vegna kerfisskiptanna. Ákveðið hefur verið að miða nú við 15. júní nk. fyrir gangsetningu á nýju kerfi en dagsetningin verður endanlega staðfest eigi síðar en 2. júní nk.

 

7.5.2020

Fyrirkomulag á uppgjöri viðskipta vegna kerfisskipta Nasdaq Verðbréfamiðstöðvar

Nasdaq verðbréfamiðstöð (NVM) áætlar að taka í notkun nýtt verðbréfauppgjörskerfi mánudaginn 25. maí 2020. Vegna gangsetningar á nýja kerfinu hefur verið ákveðið, í samráði við viðskiptavini og Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands, að viðskipti með verðbréf verði ekki gerð upp þennan dag. Mánudagurinn 25. maí er þannig skilgreindur sem „dagur án uppgjörs“ (e. non-settlement day). Með lokuninni er dregið úr líkum á að hnökrar verði á uppgjöri við kerfisskiptin og kerfisáhætta lágmörkuð.  Viðskipti sem framkvæmd eru þriðjudaginn 19. maí verða gerð upp í einu uppgjöri fyrir hádegi föstudaginn 22. maí. Kerfi Nasdaq verðbréfamiðstöðvar mun loka eftir hádegi 22. maí til að hefja gagnaflutninga í nýtt kerfi.

5.5.2020

Nýjar reglur Nasdaq verðbréfamiðstöðvar taka gildi frá sameiningu við Nasdaq CSD SE

Í kjölfar samruna Nasdaq verðbréfamiðstöðvar hf. við Nasdaq CSD SE, eins og tilkynnt hefur verið um, munu nýjar reglur taka gildi fyrir útgefendur og þátttakendur í Nasdaq verðbréfamiðstöð. Nýjar reglur eru aðgengilegar hér.

4.5.2020

Ný gjaldskrá Nasdaq verðbréfamiðstöðvar í kjölfar sameiningar við Nasdaq CSD. Tekur gildi 25.05.2020.

Þann 25. maí nk. áætlar Nasdaq verðbréfamiðstöð að ljúka fyrirhugaðri sameiningu við verðbréfamiðstöð Nasdaq CSD SE og innleiða nýtt verðbréfamiðstöðvakerfi. Við samrunann mun starfsemi Nasdaq verðbréfamiðstöðvar færast yfir í útibú Nasdaq CSD SE sem mun starfa hér á landi undir íslenskum lögum og eftirliti Seðlabanka Íslands. Útibú Nasdaq CSD á Íslandi mun áfram styðja við útgefendur fjármálagerninga og þátttakendur að verðbréfamiðstöðinni og taka þátt í uppbyggingu á innlendum fjármálamarkaði en á sama tíma kappkosta að útvíkka þjónustuframboðið og taka beinan þátt í uppbyggingu sameinaðrar verðbréfamiðstöðvar Nasdaq í Evrópu. Sameiningin mun gera okkur kleift að bjóða viðskiptavinum upp á ný tækifæri og nýjar vörur, en framundan eru spennandi tímar í starfsemi okkar sem munu hafa víðtæk áhrif til hins betra fyrir alla viðskiptavini okkar.

 

26.3.2020

Viðbrögð við COVID-19 - Tímabundin lokun skrifstofu

Kæri viðskiptavinur,

Nasdaq verðbréfamiðstöð hefur ákveðið að loka skrifstofu sinni tímabundið. Lokunin er hluti af viðbrögðum Nasdaq verðbréfamiðstöðvar vegna COVID-19 faraldursins. Okkur er umhugað um heilsu og öryggi starfsfólks, viðskiptavina og samstarfsaðila sem og að leggja okkar af mörkum við að hefta útbreiðslu COVID-19. Allir starfsmenn verðbréfamiðstöðvarinnar vinna nú að heiman og er starfsemi verðbréfamiðstöðvarinnar með eðlilegum hætti. Hafa má samband við starfsfólk verðbréfamiðstöðvarinnar í farsíma og með tölvupósti.

Farsíma- og netfangaskrá verðbréfamiðstöðvarinnar er hjálögð.

Einnig viljum vekja athygli ykkar á sameiginlegri yfirlýsingu frá verðbréfamiðstöðvum Nasdaq varðandi starfsemina á Íslandi og í Eystrasaltsríkjum sem er aðgengileg í viðhengi.

 

Sendum ykkur kærar kveðjur á þessum óvenjulegu tímum.

Starfsfólk Nasdaq verðbréfamiðstöðvar.

23.12.2019

Hátíðarkveðjur

Jólakveðja

23.12.2019

Fréttabréf Nasdaq verðbréfamiðstöðvar

Fréttir

Verkefnið okkar hjá Nasdaq verðbréfamiðstöð er að nýta öll möguleg tækifæri til að mæta þörfum viðskiptavina okkar og þróa þjónustuframboðið í þeirra þágu. Því tilkynnum við með gleði að vel gengur að vinna að umbreytingum á innviðum okkar og við höldum okkar striki með að „fara í loftið“ með nýtt alþjóðlegt uppgjörskerfi í lok maí. Eins og sagt var frá í grein eftir Magnús Ásgeirsson, framkvæmdastjóra Nasdaq verðbréfamiðstöðvar, „Alþjóðleg verðbréfamiðstöð er framtíðin“ og í viðtali við hann („Ryðja úr vegi hindrunum fyrir verðbréfaviðskiptum“), þá munu þessar breytingar valda töluverðum straumhvörfum í umhverfi ykkar sem viðskiptavina, en við ætlum m.a. að leggja ríka áherslu á að íslensk fjármálafyrirtæki sem eru í  þjónustu við erlenda viðskiptavini fái stuðning og þjónustu á þeim stöðlum sem erlend fjármálafyrirtæki nota. Við munum einnig auka þjónustu okkar í tengslum við fyrirtækjaaðgerir, s.s. með milligöngu við afborgun vaxta, arðgreiðslur og upplýsingagjöf bæði til útgefenda og fjármálafyrirtækja. Auk þess munum við geta veitt ykkur aðgengi að alþjóðlegum vörsluaðilum vegna viðskipta með erlend verðbréf. Loks munu útgefendur verðbréfa geta gefið þau út í evrum og fjárfestar valið um hvort þeir gera upp bréfin sín í evrum eða íslenskum krónum. Þetta eru bara dæmi um þær breytingar sem verða ykkur og ykkar viðskiptavinum í hag.

 

Nýtt starfsleyfi á grundvelli CSDR


Frumvarp til laga um verðbréfamiðstöðvar, uppgjör og rafræna eignarskráningu fjármálagerninga (CSDR) var lagt fram á Alþingi þann 14. nóvember sl. Þó svo að ólíklegt sé að það gefist tími fyrir jól til að ljúka afgreiðslu frumvarpsins þá bindum við vonir við að meðferð þess ljúki fyrir Alþingi í byrjun árs 2020 og að gildistaka laganna verði snemma á nýju ári. Við sendum inn umsókn um framlengingu á núverandi  starfsleyfi Nasdaq CSD, móðurfélags verðbréfamiðstöðvarinnar, á grundvelli CSDR í byrjun október og var hún metin fullgild um miðjan nóvember. Þetta er ein af mikilvægum forsendum þess að við getum sameinast öflugri verðbréfamiðstöð Nasdaq CSD og getum þannig keppt um þjónustu og vöruframboð á alþjóðagrundvelli. Við munum geta tryggt ykkur bestu og nýstárlegustu þjónustu hverju sinni í þessum geira. Lesið grein eftir Árnínu Steinunni Kristjánsdóttur, yfirlögfræðing Nasdaq á Íslandi, sem skrifar um að séríslenskar reglur um starfsemi verðbréfamiðstöðva hér á landi séu til þess fallnar að skapa aðgangshindranir að markaðnum. Þess vegna verði að reyna að tryggja hámarkssamræmingu reglna við innleiðingu á nýrri reglugerð CSDR.

 

20 stærstu

 

Nasdaq verðbréfamiðstöð hefur hafið opinbera birtingu á upplýsingum um 20 stærstu eigendur skráðra fyrirtækja. Upplýsingarnar verða birtar opinberlega síðasta föstudag hvers mánaðar. Ákvörðunin var tekin um að birta slíkar upplýsingar aftur eftir að Persónuvernd hafði veitt jákvæða umsögn við álitamáli um hvort slík birting stæðist persónuverndarlög. Nasdaq verðbréfamiðstöð mun á næstunni upplýsa um fyrirkomulag vegna dreifingar á vikulegum upplýsingum um 20 stærstu.

Hafðu samband

Skrifstofa Nasdaq verðbréfamiðstöðvar er að Laugavegi 182, 5. hæð. 

Afgreiðslutími er virka daga frá 09:00 til 17:00.

Sími þjónustuvers er 5405515 og netfangið er NCSDI_help@nasdaq.com

Kerfi verðbréfamiðstöðvar eru opin virka daga frá 08:30 til 17:00.

 

Flýtileiðir