English
<<<október 2017>>>
2526272829301
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
303112345

mánudagur 23 okt. 2017

Tilkynningar

21.7.2017

Breytingar framundan…

Central Securities Depository Regulation eða CSDR var innleidd í Evrópusambandinu árið 2014 og á árinu 2016 hófst vinna við innleiðingu hennar á Íslandi sem er áætlað að ljúki um mitt næsta ár. 

17.7.2017

Skýrari reglur og skilgreiningar

Nasdaq verðbréfamiðstöð hefur undanfarið unnið að breytingum á reglum sínum sem miða að því að gera þær skýrari.  

2.2.2017

Framúrskarandi fyrirtæki 2016

Nasdaq verðbréfamiðstöð er í flokki 615 framúrskarandi fyrirtækja Creditinfo árið 2016 líkt og undanfarin ár.

25.1.2017

Yfirlit árið 2016

 

Yfirlit yfir stöður og hreyfingar rafrænna verðbréfa útgefnum hjá Nasdaq verðbréfamiðstöð eru nú aðgengileg undir rafrænum skjölum í heimabanka.

 

22.12.2016

Gleðilega hátíð

Starfsfólk Nasdaq verðbréfamiðstöðvar óskar viðskiptavinum sínum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári með þökk fyrir samskiptin á árinu sem er að líða.

Lokað verður mánudaginn 26. desember á annan í jólum.

22.12.2016

Nasdaq verðbréfamiðstöð inn í nýja tíma

Starfsemi verðbréfamiðstöðvar á Íslandi hófst árið 2000, en fyrir þann tíma voru öll hlutabréf og skuldabréf gefin út á pappírsformi ...

1.3.2016

Breytingar á gjaldskrá sem taka gildi 1. júlí 2016

 

Nasdaq verðbréfamiðstöð hf.  hefur ákveðið að gera breytingar á gjaldskrá sem taka gildi 1. júlí næstkomandi.   Helstu breytingarnar eru þær að grunnvörsluþóknun lækkar flatt um 10%, úr 0,0135% á ári í 0,01215% á ári.  

10.2.2016

Framúrskarandi fyrirtæki 2015

Nasdaq verðbréfamiðstöð haf. er meðal þeirra 1,9% íslenskra fyrirtækja sem stóðust styrkleikamat Creditinfo og eru talin framúrskarandi árið 2015. Af 35.842 fyrirtækjum sem skráð eru í hlutafélagaskrá voru 682 sem stóðust matið.  Verðbréfamiðstöðin hefur fengið þessa viðurkenningu undanfarin ár sem er ánægjuefni og ber vott um að fyrirtækið hafi náð ákveðnum stöðugleika í rekstri.  

 

23.12.2015

Gleðilega hátíð

 

Opnunartímar yfir hátíðarnar:

Aðfangadagur - lokað

Jóladagur - lokað

Gamlársdagur - opið frá 9:00 - 12:00 

Nýársdagur - lokað

 

Nasdaq verðbréfamiðstöð óskar öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

2.7.2015

Nýr aðili að Nasdaq verðbréfamiðstöð hf.

Fossar markaðir hf.  hafa gerst aðilar að Nasdaq Iceland (Kauphöll Íslands) og Nasdaq verðbréfamiðstöð og er auðkenni þeirra hjá báðum fyrirtækjum FOS.  Fyrirtækið fékk auknar starfsheimildir frá Fjármálaeftirlitinu sem verðbréfafyrirtæki hinn 23. júní sl. á grundvelli laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.  Hjá Fossum mörkuðum hf. starfa sex starfsmenn sem munu einbeita sér að þjónustu við fagfjárfesta.  Forstjóri fyrirtækisins er Haraldur Þórðarson.