English

Áhættur

 

Nasdaq verðbréfamiðstöð hf. hefur það meginverkefni að standa vörð um öryggi verðbréfuppgjörs á Íslandi með:

  • Rekstri viðurkennds uppgjörskerfis
  • Skráningu rafrænna verðbréfa
  • Eftirliti með eigendabreytingum rafrænna verðbréfa sem skráðar eru af reikningsstofnunum í kerfi verðbréfamiðstöðvar
  • Varðveislu og öryggi gagna í umsjón verðbréfamiðstöðvar 

Nasdaq verðbréfamiðstöð hf. leitast við að starfa eftir tilmælum European Central Bank og CESR um öryggi verðbréfaviðskipta og með hliðsjón af reglum Bank for International Settlement ( B.I.S) og tilmælum FME er varða öryggi í rekstri upplýsingakerfa.

Til að lágmarka áhættu hefur fyrirtækið sett reglur (Sjá reglur Nasdaq verðbréfamiðstöðvar hf. ), sem grundvallast á lögum um rafræna eignarskráningu verðbréfa, nr. 131 frá 1997, ásamt síðari breytingum og reglugerð um rafræna eignarskráningu verðbréfa í verðbréfamiðstöð, nr. 137/2000.(Sjá lög og reglugerð). Nasdaq verðbréfamiðstöð veitir aðild að viðurkenndu verðbréfauppgjörskerfi sínu með sérstökum samningi við reikningsstofnanir. (Sjá samningsform)

Seðlabanki Íslands og Nasdaq verðbréfamiðstöð hf. hafa gert samninga um verklag vegna uppgjörs verðbréfaviðskipta. Samningar þessir eru gerðir til að tryggja hagsmuni kaupenda og seljenda verðbréfa. 

Fjármálaeftirlitið og Seðlabanki Íslands gerðu úttekt á því hvort félagið uppfylli að fullu tilmæli Evrópska Seðlabankans og CESR frá árinu 2009 er varða öryggi verðbréfauuppgjörsumhverfis á Íslandi. Úttektin var liður í því að fá uppgjörskerfi, starfshætti og reglur Nasdaq verðbréfamiðstöðvar hf. viðurkenndar á evrópska efnahagssvæðinu. Að teknu tilliti til framkominna ábendinga í kjölfar þeirrar  úttektar var send inn umsókn um viðurkenningu uppgjörskerfis til efnahags- og fjármálaráðherra  í lok árs 2014 sem samþykkt var 19. maí 2015.  Þar með uppfyllir verðbréfamiðstöðin 3. gr. laga nr.90/1999 um öryggi fyrirmæla í greiðslu- og verðbréfauppgjörskerfum.