English

Yfirlit árið 2016

25.1.2017

Yfirlit  árið 2016

 

Yfirlit yfir stöður og hreyfingar rafrænna verðbréfa útgefnum hjá Nasdaq verðbréfamiðstöð eru nú aðgengileg undir rafrænum skjölum í heimabanka.

 

Á yfirlitinu (efst til hægri) kemur fram hvaða fjármálafyrirtæki hefur umsjón með viðkomandi verðbréfaeign og í hvaða símanúmeri er hægt að fá nánari upplýsingar..

 

Athugið að á yfirlitinu kemur einungis fram nafnverð eða fjöldi eininga/hluta en fjármálafyrirtæki senda út yfirlit sem sýna verðmæti/markaðsverð viðkomandi bréfa.

 

Rafræn verðbréf félaga sem eru í gjaldþrotameðferð birtast á yfirlitum þar til gengið hefur verið frá þrotabúum þeirra.

 

Ef verðbréfin eru á reikningi í umsjón Nasdaq verðbréfamiðstöðvar er óskað eftir að bréfin verði flutt í umsjón fjármálafyrirtækis við fyrsta tækifæri.

 

Ef óskað er eftir yfirliti á pappír, vinsamlega hafið samband við Nasdaq verðbréfamiðstöð síma 540-5511 eða sendið tölvupóst á netfangið NCSDI_help@nasdaq.com .