English

Skýrari reglur og skilgreiningar

17.7.2017

 

Nasdaq verðbréfamiðstöð hefur undanfarið unnið að breytingum á reglum sínum sem miða að því að gera þær skýrari.  Helstu breytingarnar er að finna í 5. kafla þar sem kröfur í tengslum við uppgjör viðskipta hafa verið skýrðar og frekari reglum bætt við í þeim tilgangi að færa þær til samræmis við stöðu uppgjörskerfisins sem viðurkennt uppgjörskerfi á grundvelli laga nr. 90/1999.  Í tengslum við breytingarar hefur verið bætt við kafla 5.5 um ferlið í tengslum við gjaldþrot reikningsstofnunar.  Óskað hefur verið eftir því að umsagnir eða athugasemdir vegna breytinganna berist Nasdaq verðbréfamiðstöð  eigi síðar en 25. ágúst nk.  Áætlað er að nýjar reglur taki gildi 1. október 2017.