English

Framúrskarandi fyrirtæki 2016

2.2.2017

Nasdaq verðbréfamiðstöð er í flokki 615 framúrskarandi fyrirtækja Creditinfo árið 2016 líkt og undanfarin ár.  Aðeins 1,7% íslenskra fyrirtækja standast þau skilyrði sem Creditinfo setur en þau eru:

1. Er í lánshæfisflokki 1-3

2. Rekstrarhagnaður (EBIT) og ársniðurstaða jákvæð þrjú ár í röð

3. Eiginfjárhlutfall 20% eða meira þrjú rekstrarár í röð

4. Eignir hafa numið meira en 80 milljónum eða meira þrjú ár í röð

5. Framkvæmdastjóri er skráður í hlutafélagaskrá

6. Fyrirtækið er virkt samkvæmt skilgreiningu Creditinfo

7. Fyrirtækið skilaði inn ársreikningi fyrir 1. september 2016