English

Breytingar á gjaldskrá sem taka gildi 1. júlí 2016

1.3.2016

Breytingar á gjaldskrá sem taka gildi 1. júlí 2016

Nasdaq verðbréfamiðstöð hf.  hefur ákveðið að gera breytingar á gjaldskrá sem taka gildi 1. júlí næstkomandi.   Helstu breytingarnar eru þær að grunnvörsluþóknun lækkar flatt um 10%, úr 0,0135% á ári í 0,01215% á ári .  Til viðbótar bætist við stærðarafsláttur vegna virðis bréfa í vörslu sem er eftirfarandi:

                    0-100 milljarðar                                           0%

                101-200 milljarðar                                           5%   viðbótarafsláttur

                201-300 milljarðar                                           7%   viðbótarafsláttur

                301 milljarðar og hærra                                 10%   viðbótarafsláttur

Fyrir viðskiptavini sem eru með yfir 300 milljarða og hærra hjá verðbréfamiðstöðinni fæst mest 20% afsláttur frá vörsluþóknun.  Vörsluþóknun er reiknuð miðað við markaðsvirði skráðra bréfa og nafnvirði óskráðra bréfa og er innheimt mánaðarlega.

Gjald vegna uppgjörs á verðbréfaviðskiptum breytist og verður 550 kr. fyrir hverja færslu í stað þess að vera 0,001% af uppgjörsfjárhæð.

Gjald fyrir breytingar á hlutabréfaútgáfum hjá Nasdaq verðbréfamiðstöð hf. breytist úr 120.000 kr. í 50.000 kr. 

Gjald fyrir útgáfubreytingar hjá hlutafélögum sem eru með færri en 100 hluthafa getur hæst orðið 100 þúsund yfir árið.

Breytingarnar sem taka gildi í júlí næstkomandi eru stjörnumerktar í gjaldskrárskjalinu sjá http://vbsi.is/Thjonusta/Gjaldskra/