English

Umsókn um aðild að kerfi Nasdaq verðbréfamiðstöðvar hf.

Umsókn um aðild að verðbréfamiðstöðinni skal vera skrifleg og koma skilyrði hennar fram í ákvæðum 2. kafla reglna Nasdaq verðbréfamiðstöðvar hf., ákvæðum 2.1.2 - 2.1.5 (Sjá hér) .  

Í umsókninni skal m.a. koma fram:

1.            Nafn, heimilisfang og kennitala lögaðila.

2.            Framkvæmdastjóri, kennitala hans og heimilisfang.

3.            Stjórnarmenn, kennitölur þeirra og heimilisföng. 

4.            Löggiltir endurskoðendur, kennitölur þeirra og heimilisföng.

5.            Staðfesting lögbærs stjórnvalds í heimaríki lögaðila á heimild hans til að stunda verðbréfaviðskipti.

 

Þegar umsóknin hefur verið samþykkt af VS er gerður staðlaður samningur við aðila (reikningsstofnun) og má sjá óútfyllt samningsform hér.  VS stofnar reikningsstofnun í kerfum sínum og úthlutar henni 3. stafa auðkenni sem  óskað hefur verið eftir.

Ef umsóknaraðili er ekki aðili að stórgreiðslukerfi Seðlabankans þarf hann að fá uppgjörsbanka til að ábyrgjast uppgjörið.   Hér má nálgast staðlað form til að fylla út,  þar sem aðili að VS veitir uppgjörsbanka heimild til þess að fá upplýsingar um greiðsluskuldbindingar sínar vegna verðbréfauppgjörs hjá verðbréfamiðstöðinni.

Stöðluð umsókn um aðgang að kerfum verðbréfamiðstöðvarinnar sem má nálgast hér að neðan þarf að fylla út.  Umsóknin skal send til tölvudeildar á netfangið; ncsdi_it(hja)nasdaq.com .

Umsókn